SAGAN

 

Foreign Monkeys var upphaflega stofnuð í desember 2005 í Vestmannaeyjum.  Sveitin tók svo þátt í Músíktilraunum árið eftir og sigraði nokkuð óvænt, a.m.k. að mati meðlima sveitarinnar. Sigurinn veitti sveitinni góða kynningu meðal rokkþystra landsmanna sem hófu fljótlega til við að kynna sér þessa kraftmiklu rokksveit sem varð fljótlega þekkt fyrir kraftmilklar og hávaðasamar framkomur á tónleikum.

 

Aðeins tveimur mánuðum eftir sigurinn í Músíktilraunum fékk sveitin að hita upp fyrir þekkta breska listamenn, Badly Drown Bay, Elbow og Echo and The Bunnymen frammi fyrir 5.000 áhorfendum í Laugardalshöll.

 

Í ágúst það sama ár kom Foreign Monkeys fram á Þjóðhátíð í Eyjum, í heimabæ sínum, frammi fyrir 15.000 manns, við góðan orðstýr.

 

Um svipað leiti hóf sveitin vinnu við sína fyrstu plötu, π (Pí). Eftir nokkra kergju meðal meðlima hljómsveitarinnar yfirgaf söngvarinn bandið sem skilaði sér í nokkurri óvissu með framhaldið. Nokkrum mánuðum síðar ákváðu eftirstandandi meðlimir að ljúka við plötuna og fengu til liðs við sig annan gítarleikara, á meðan að bassaleikarinn og gítarleikarinn sem var fyrir tóku að sér sönginn. Fljótlega var lokið við að syngja inn á plötuna og kom hún út í apríl 2009 og fékk lofsamlega dóma í miðlum þess tíma.

 

Snemma árs 2011 hóf sveitin vinnu við sína aðra plötu, Return. Í apríl 2012 kom út lagið Zoology sem átti að vera fyrsta smáskífa plötunnar og fékk hún góð viðbrögð í útvarpi. Í lok árs 2012 var hins vegar kominn leiði í mannskapinn og fór sveitin sjálfkrafa í dvala.

 

Snemma árs 2018 kom sveitin aftur saman og lauk við plötuna í lok þess árs. Hún kemur úr 2. apríl 2019, nánast 10 árum eftir að sú fyrsta, π (Pí) kom út.