FM logos3 minna.png

TÓNLISTIN

RETURN

Foreign Monkeys gefa út sína aðra plötu "return" 2. apríl 2019. Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar í 10 ár en fyrsta og eina plata sveitarinnar til þessa, π (Pí) kom út í apríl 2009.

 

Foreign Monkeys hófu vinnu við  þessa plötu árið 2011 og stóð sú vinna yfir til 2013 en þá lagðist sveitin í dvala. Sveitin kom aftur saman snemma árs 2018 og luku við plötuna í lok þess sama árs..

 

“Return” verður gefin út á öllum helstu tónlistarveitum ásamt því að koma út á vinyl í takmörkuðu upplagi.

 

Return spotify cover.jpg
 
FYRSTA SMÁSKÍFA RETURN

won't confess

Fyrsta smáskífa plötunnar Return. Kom út í lok febrúar 2019.

Lagið er sjálfstætt framhald spennusögunnar sem varð til í fyrsta lagi plötunnar π (Pí), Million. En lögin fjalla um bankarán

Sjáið myndbandið hér að neðan

Mixað af Gísla Stefánssyni

Masterað af Finni Hákonarsyni

won't confess cover2.JPG
Monkey.png
SMÁSKÍFAN FRÁ 2019

Nú meikarðu það Gústi

Ábreiða af lagi Bjarmars Guðlaugssonar sem Jóhannes Ágúst Stefánsson, sem prýðir albúmið söng árið 1980

Lagið kom út sem smáskífa í júní 2019.

Sjáið myndbandið hér fyrir neðan.

Mixað og masterað af Gísla Stefánssyni.

GÚSTI.COVER.jpg
Monkey.png
SMÁSKÍFAN FRÁ 2012

zoology

Eitt af fyrstu lögunum sem urðu til við vinnu að annarri plötu sveitarinnar en lagið var samið árið 2011.

Lagið kom út sem smáskífa í apríl 2012.

Sjáið myndbandið hér fyrir neðan.

Mixað og masterað af Styrmi Haukssyni.

Zoology singleDONE.jpg
Monkey.png
FYRSTA PLATAN

π (pi)

Framandi apar á fullu stými   ★★★★☆

 

Foreign Monkeys - π

 

Eyjapeyjarnir í Foreign Monkeys, sem sigruðu Músíktilraunir með glans árið 2006, sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum og mál til komið, myndu einhverjir segja. Platan heitir “π” (Pi) og er það visst öfugmæli með hliðsjón af innihaldinu, því lögin eiga fátt sameiginlegt með hinni margfrægu óreiðutölu. Þvert á móti bera þeir fjórmenningar afskaplega auðskiljanlet rokk á borð – blátt áfram og bylmings gott.

Strax í fyrst laginu “Million” blasir við að hér verður hlustandinn ekki tekinn neinum vettlingatökum og hin góðu fyrirheit sem þar eru gefin halda fullkomlega þaðan í frá. Við tekur “Love Song” sem er eitt besta lag plötunnar og strákarnir slá ekki af fyrr en upp er staðið og geislinn hættir að lesa diskinn. “ Black Cave”, “Molla” og Bibi Song” eru allt saman dúndur flott lög sem ættu að seðja hvers manns rokkhungur og rúmlega það. Er þá ótalið hið frábæra “Los” sem er hálfgerður hápunktur og dettur inn um miðbik plötunnar. Lagið er ekki nema tæpar tvær mínútur en minnir helst á eitthvað sem Soundgarden hefðu getað hrist fram úr erminni um það leyti sem meistaraverkið “Superunknown” kom út. Ekki einasta eru Foreign Monkeys sérlega naskir á að splæsa saman í þétt og gefandi riff heldur eru þeir bráðflinkir að flétta saman góða laglínu. Afraksturinn er eftir því.

Áhrifin sem greina má á plötunni eru öll úr ágætis áttum. Eitthvað segir mér að þeir kumpánar kunni að meta Queens of the Stone Age og það meira en lítið, auk þess sem fönkaður bassinn og einstaka drýsilöskur Boga Ágústs Rúnarssonar söngvara minna heilmikið á Faith no More með Mike Patton í ham. Svei mér ef smá virðingarvotti er ekki beint að FNM í laginu “WhemWhem”: það kallast alltént sterklega á við “Caffeine” af plötunni “Angel Dust”.

Strákarnir verða þó síst vændir um að sigla alfarið í kjölfari erlendra spámanna: Hljómurinn allur er bara svo úrvalsgóður að sveitin stendur öðrum framandi og erlendum spendýrum fyllilega á sporði. Frumraun apanna er einfaldlega svaka fín. Það sakar svo síst að lögin eru í styttra lagi og lokin hvergi teygður utan í tveimur síðustu lögunum. Þau eru áberandi lengst og hefði satt að segja mátt stytta þau nokkurð í aftari endann. Það kemur þó engin ósköð að sök, og sem fyrr segir skotheldur gripur fyrir þá sem vilja bylmingsfastan fantamálm – og rúmlega það.

 

Jón Agnar Gíslason (Mbl. Sunnudaginn 10. maí 2009)

FM π.jpg
Monkey.png
MYNDBÖND
Monkey.png
MYNDIR